Fara í efni

Aðalfundur SSH 2020

Aðalfundur SSH 2020

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 2020 var haldinn hinn 13. nóvember í Ráðhúsi Reykjavíkur.


Rósa Guðbjartsdóttir, formaður SSH


Fundurinn var með nokkuð sérstöku sniði þetta árið þar sem um fjarfund var að ræða en þátttaka var þrátt fyrir það mjög góð. Alls sóttu fundinn um 60 fulltrúar sveitarfélaganna. Samhliða voru ársfundir byggðasamlaganna; Sorpu bs., Strætó bs. og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, haldnir. Á aðalfundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, tók við formennsku samtakanna af Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar.

2020 11 13 Adalfundur SSH formannsskipti frett
Rósa Guðbjartsdóttir og Gunnar Einarsson


Á heimasíðuninni má finna ársskýrslu SSH ásamt starfs-og fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2021.
Þá eru fundargerðir ársfunda byggðasamlaganna og aðalfundar SSH aðgengilegar á vefsíðu SSH, www.ssh.is

2020 11 13 Adalfundur SSH mynd1 fjarfundur
Fjarfundur, Páll Björgvin, framkvæmdastjóri SSH, Pawell Bartoszek, fundarstjóri