Fara í efni

Laus störf

Svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins

Við hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) erum að leita að öflugum einstaklingi í starf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins.

Um er að ræða spennandi starf í skapandi og faglegu starfsumhverfi fyrir einstakling með góða menntun og reynslu og brennandi áhuga á skipulagsmálum. Þá gefst tækifæri á að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum sem varða umhverfis- og skipulagsmál sveitarfélaganna líkt og hjólreiðar, loftslagsmál, vatnsvernd, samgöngusáttmála, útivist og hringrásarhagkerfið.

Svæðisskipulagsstjóri starfar með Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og sér um framgang og úrvinnslu mála sem tengjast svæðisskipulagi. Þá sinnir svæðisskipulagsstjóri fjölbreyttum verkefnum sem tengjast samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Stjórnsýsla og málsmeðferð skipulagsmála.
 • Undirbúningur funda, áætlanagerð, verkaskipting, eftirlit, umsjón og framfylgd verkefna.
 • Verkefnastýring og samskipti við ráðgjafa og verkefnastjóra.
 • Umsjón með uppbyggingu og viðhaldi gagnagrunna.
 • Gerð umsagna við lagafrumvörp eða stefnumörkun ríkisins.
 • Stýring og þátttaka í starfshópum fyrir hönd SSH svo sem á vettvangi sóknaráætlunar.

 

Menntun og hæfniskröfur:

 • Uppfylla hæfisskilyrði skipulagsfulltrúa skv. 1. eða 2. tölulið 5. mgr. 7. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist við starfið, s.s. í byggingafræði, skipulagsfræðum, arkitektúr, landslagsarkitektúr eða verkfræði er kostur.
 • Farsæl reynsla og þekking á skipulagsmálum.
 • Farsæl reynsla og þekking á stýringu verkefna.
 • Reynsla og þekking á stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga er kostur.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði.
 • Framúrskarandi tölvukunnátta.
 • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvæðni og lausnamiðuð hugsun.
 • Góð hæfni í rituðu og töluðu máli, bæði á íslensku og ensku.

 

Umsækjendur sækja um starfið á vefsíðunni alfred.is. Í kynningarbréfi skal gera grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstyðja hæfni viðkomanda í starfið.

Framlengdur umsóknarfrestur er til og með 27. maí.

Laun eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri SSH Páll Björgvin Guðmundsson í gegnum tölvupóst á netfangið pallbg@ssh.is. 

SSH leggja áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið.