Fara í efni

Ráðning svæðisskipulagsstjóra

Ráðning svæðisskipulagsstjóra

Tekin hefur verið ákvörðun um að ráða Jón Kjartan Ágústsson í starf svæðisskipulagsstjóra frá 1.1.2021, en Jón hefur verið starfandi tímabundið sem svæðisskipulagsstjóri á árinu 2020.

Jón Kjartan er með MSc próf frá Bretlandi í skipulagsfræðum með sérhæfingu í sjálfbærni umhverfisskipulags og hefur öðlast yfirgripsmikla reynslu og þekkingu í skipulagsmálun og starfað á þeim vettvangi frá árinu 2013. Fyrst hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem aðstoðarmaður svæðisskipulagsstjóra við gerð nýs svæðisskipulags. Þá sem verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg með víðtækri aðkomu að verkefnum, verkefnastjórnun skipulagsmála og stjórnsýslu. Síðast sem svæðisskipulagsstjóri SSH á árinu 2020 eins og áður kom fram.

Starf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins var auglýst laust til umsóknar 23. október 2020 og sóttu 9 aðilar um starfið.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu bjóða Jón Kjartan velkomin til áframhaldandi starfa.