Fara í efni

Samstarf sérskóla og þjónustu við fatlaða

Á vettvangi Skólamálanefndar SSH stendur nú yfir, með aðkomu utanaðkomandi ráðgjafa, skoðun á því hvort fýsilegt sé að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi með sér samstarf um uppbyggingu sérskóla á grunnskólastigi. Sambærileg skoðun stendur yfir á vettvangi Samráðshóps SSH á sviði velferðarmála varðandi fýsileika samstarfs er varðar þjónustu við fatlað fólk með miklar og langvarandi stuðningsþarfir.

Ákvörðun um framangreind verkefni var tekin á 537. fundi stjórnar SSH hinn 7. mars 2022 og samþykkt að kostnaður við ráðgjöf, allt að 750.000 kr. vegna hvors verkefnis, væri fjármagnaður af verkefnalið fjárhagsáætlunar SSH.