Fara í efni

Áætlun um landnotkun, húsnæði og samgöngur

Fyrirmynd er svokallaðir MBT samningar milli finnska ríkisins og mismunandi landshluta í Finnlandi, sem samþætta landnotkun, húsnæði og samgöngur. Byggjast slíkir samningar á sameiginlegri framtíðarsýn hagaðila um sjálfbæra þróun svæðanna í
ofangreindum málaflokkum.

Samningar gera einnig grein fyrir fjárfestingum í innviðum sem hagaðilar telja forsendu fyrir sjálfbærri þróun svæðanna, t.d. samgöngu- og veituinnviði, skóla og þjónustuinnviði, auk annarra innviði sem bæta lífsgæði og samkeppnishæfni svæðanna. Samningum er ætlað að auka samhæfingu uppbyggingu innviða og stuðla að kolefnishlutlausum landshlutum. Samningum er einnig ætla að draga úr umferð, auka uppbyggingu húsæðis, tryggja félagslega blöndun og auka fjölbreytileika húsnæðis – í takti við fyrirhugaða íbúafjölgun.

Verkefnið talar við sáttmála núverandi ríkisstjórnar um samstarf þar sem segir um húsnæðismál: Áætlanir í samgöngumálum, húsnæðismálum og skipulagsmálum verða samþættar og lagðar fram samhliða og þannig tryggt að samgöngur séu í þágu byggðar og loftslags til að uppfylla ferðaþörf og skapa sjálfær hverf og sjálfærar byggðir (bls. 36).

Verkefnið yrði unnið á vettvangi SSH með utanaðkomandi aðstoð ráðgjafa.