Fara í efni

4.3 Tækifæri til útivistar og ferðaþjónustu innan fólkvanga og fjallahrings höfuðborgarsvæðisins verða nýtt frekar. Hugað verður að samræmdri yfirstjórn og aðgerðum til að tryggja að not ólíkra hópa geti farið saman

Fjalllendi Esjunnar og Reykjanesfjallgarðurinn eru vettvangur fjallamennsku, lengri útivistarleiða, ferðaþjónustutækifæra og vetraríþrótta. Landbúnaðarnytjar í fjalllendinu verði óskertar svo fremi sem beitarþol og samkomulag um verndun gefur tilefni til. Að teknu tilliti til beitarnota í Esjunni verði hugað sérstaklega að þeim tækifærum sem felast í útivist og ferðaþjónustu, þ.m.t. heilsársnýtingu gistiskála á skíðasvæðum og jafnvel stofnun Esjuvangs með tilheyrandi landvörslu, umhverfisfræðslu og miðlun upplýsinga. Skoðaðir verði möguleikar á tengingu ferðamannaleiða milli Kjósar og Krýsuvíkur um Mosfellsheiði, Bláfjallaveg og Kleifarvatn sem opna myndi nýjar og spennandi hringleiðir um suðvesturhorn landsins (Fylgirit 8). 

Þemakort

Kort 9 -Fjallahringir

Heilnæmt umhverfi og heilbrigt líf

Aðgerðir tengdar markmiði

Svo að markmið 4.3 nái fram að ganga munu sveitarfélögin vinna að eftirfarandi aðgerðum og/eða beita sér í samstarfi með eftirnefndum aðilum.

Svæðisskipulagsnefnd og SSH

4.3.1 Svæðisskipulagsnefnd aflar upplýsinga um ferðamennsku á jaðri höfuðborgarsvæðisins og skoðar möguleika á þeim tækifærum sem felast í að nýta fjallahringinn í auknum mæli til ferðamennsku þannig að aðstöðuuppbygging fái aukin not.


4.3.2 Svæðisskipulagsnefnd leitast við, í samvinnu við hlutaðeigandi sveitarfélög, að komið verði á samræmdri stjórn yfir fjalllendi Esjunnar með það að leiðarljósi 

að tryggja að ólíkir hagsmunahópar geti nýtt svæðið í sátt og samræmi sé í uppbyggingu og viðhaldi á stígum, girðingum og annarri aðstöðu.


4.3.3
Svæðisskipulagsnefnd vinnur fjögurra ára þróunaráætlun þar sem fram koma áform um uppbyggingu ferðamannaaðstöðu og ferðamannaleiða.

 

 

Aðildarsveitarfélög og byggðasamlög

4.3.4 Sveitarfélög útfæri í aðalskipulagsáætlanir markmið 4.3 og samræmi sérstaklega mörkun og aðgerðir innan fjalllendis.

4.3.5 Sveitarfélögin leitist við að samræma umgengnisreglur á svæðum þar sem líkur eru á árekstrum milli ólíkra hagsmuna. 

 

 

Aðkoma og aðgerðir annarra

4.3.6 Mikilvægt er að eiga samstarf við Vegagerðina um þróun ferðamannavegar milli Kjósar og Krýsuvíkur.