Fara í efni

Áfangastaða- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins

Áfangastaða- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins

 

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skoða nú mótun og skipulag áfangastaða- og markaðsstofu fyrir allt höfuðborgarsvæðið með þátttöku stjórnvalda, sveitarfélaga, atvinnulífsins og annarra hagaðila. Verkefnið hefur það markmið að efla samstarf sveitarfélaga og atvinnulífs um ferðamál á höfuðborgarsvæðinu.

Starfandi er ráðgjafahópur um verkefnið með fulltrúum allra sveitarfélaga ásamt fulltrúum Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins, Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka verslunar og þjónustu. Hagaðilum er nú boðið til kynningarfundar sem haldinn verður á netinu þar sem farið verður yfir stöðu verkefnisins.

Dagskrá:

Áfangastaða- og markaðsstofa fyrir höfuðborgarsvæðið
Inga Hlín Pálsdóttir, ráðgjafi

Samstarfið og framtíðin
Þórir Garðarsson, Grayline, formaður, Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins
Kjartan Sigurðsson, Verslanagreining, Samtök verslunar og þjónustu
Ágúst Elvar Bjarnason, Samtök ferðaþjónustunnar

Spjall og umræður

 

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku þar sem hlekkur á fundinn verður sendur á skráða þátttakendur

Nánari upplýsingar veitir Inga Hlín Pálsdóttir, ingahlin@outlook.com ráðgjafi verkefnisins.

 

 

 SSH texti      SL logo final vertical