Fara í efni

Áfangastaða- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins

Áfangastaða- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins

Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024

Á 519. stjórnarfundi SSH 1. febrúar sl. var samþykkt að hefja vinnu við sjö áhersluverkefni sem hluti af framkvæmd sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2021.

Eitt verkefnanna felur í sér að hefja skoðun á fýsileika þess að stofna sérstaka áfangastaða- og markaðsstofu fyrir höfuðborgarsvæðið, með þátttöku stjórnvalda, sveitarfélaga, atvinnulífsins og annarra hagaðila.

Stofnaður verður ráðgjafahópur frá hagaðilum til stuðnings við verkefnið, sem tekur þátt í að móta form, undirbúning og kynningu vinnunnar. Afurð verði tillaga að fyrirkomulagi áfanga- og markaðsstofu, sem verður kynnt fyrir stjórn SSH og eftir atvikum sveitarfélögum og hagaðilum.

Inga Hlín Pálsdóttir, ráðgjafi og fyrrverandi forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, hefur verið ráðin til að halda utan um verkefnið fyrir hönd SSH. Hún kom við í Hamraborg 9 í vikunni til að skrifa undir samning ásamt Páli Björgvini Guðmundssyni, framkvæmdastjóra SSH.

Nánari upplýsingar um sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins: https://www.ssh.is/soknaraaetlun