Nýr formaður stjórnar SSH

Á aðalfundi SSH hinn 2. desember sl. tók Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, við formennsku í stjórn SSH til næstu tveggja ára. Stjórn SSH er skipuð framkvæmdastjórum aðildarsveitarfélaganna og formennskan skiptist á milli þeirra á tveggja ára fresti. Um leið og Ármanni er óskað til hamingju með formannshlutverkið færum við Degi B. Eggertssyni, fráfarandi formanni, þakkir fyrir röggsama stjórnarformennsku sl. tvö ár. Meira