Á vegum SSH er unnið að undirbúningi Borgarlínu sem fellst annars vegar í ákvörðun um legu línunnar og staðsetningu stoppistöðva og hins vegar í að undirbúa stofnun sjálfstæðs félags sem tekst á við uppbygginguna.  Miðað er við að undirbúningi ljúki í byrjun árs 2017. Í framhaldinu verður Borgarlínan fest í skipulagi sveitarfélaga og nýtt félag mun svo taka við um nánari útfærslu, áfangaskiptingu og uppbyggingu.