Ath. að skjöl og skýrslur eru neðst á síðunni.

hágæða almenningssamgöngur og uppbygg íbKort sem sýnir íbúðaruppbyggingu næstu 4 ár samhliða uppbyggingu Borgarlínu

Á 98. fundi svæðisskipulagsnefndar dags. 15. janúar 2021 afgreiddi nefndin tillögu að þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 ásamt fylgigögnum og vísaði til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til kynningar og afgreiðslu.

Lykilatriðið í framfylgd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 er gerð fjögurra ára þróunaráætlana. Með þróunaráætlun er lögð áhersla á að samræma áætlanir sveitarfélaganna um uppbyggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis, samgönguframkvæmdir, auk annarra aðgerða til að ná fram markmiðum svæðisskipulags um þróun höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Þróunaráætlunin hefur einnig það gildi að miðla upplýsingum um uppbyggingaráform út í samfélagið. Skrifstofa SSH er vettvangur samstarfs um þróun höfuðborgarsvæðisins og þar hefur verið haldið utan um gerð þróunaráætlunar líkt og kveðið er á um í svæðisskipulagi.

Vinna hófst eftir að svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti verk- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 á fundi sínum 24. janúar 2020, þar sem kveðið var á um gerð þróunaráætlunar. Skrifstofa SSH gerði samning við verkfræðistofuna VSÓ í maí 2020 um gerð áætlunarinnar. Vinna við þróunaráætlun var unnin í nánu samstarfi við skipulagsfulltrúa hvers sveitarfélags til að draga fram áætlanir um uppbyggingu yfir tímabilið.

Helstu niðurstöður

Í þróunaráætlun er sett fram ný mannfjöldaspá í formi lágspá, miðspá og háspá:

Mannfjöldi þróunaráætlun

Um er að ræða hóflega mannfjöldaaukningu samanborið við síðustu fjögur ár sem á sér skýringar í efnahagssamdrætti vegna Covid–19. Standist mannfjöldaspá er talið að þörf verði fyrir 4.000 - 7.200 íbúðir yfir tímabiliði eða um 1.000 til 1.800 á ári. Þessar tölur taka einnig mið af áætluðum íbúðaskorti sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mat að væri um 2.200 íbúðir við lok árs 2019.

Greining þróunaráætlunar dregur fram að áform sveitarfélaga munu mæta fjölgun íbúa næstu fjögur árin m.t.t. mannfjöldaspár. Áætlanir sveitarfélaganna gera ráð fyrir að um 8.000 geti orðið fullbúnar á þessu sama tímabili, eða um 2.000 íbúðir á ári. Þetta er yfir meðaltali síðustu 4 ára og 20 ára. 

4 og 20 ár uppb íb þróunaráætlun

Í áætluninni kemur fram að það er ekki talin ástæða til að óttast offramboð íbúða, þrátt fyrir að uppbyggingaráform sveitarfélaganna yfir tímabilið virðast bjartsýnni en áætlanir um íbúafjölgun gera ráð fyrir. Vegna covid–19 ríkir óvissa um stöðu efnahagsmála, sem getur haft áhrif á aðgengi verktaka að fjármagni til uppbyggingar, sem þar af leiðandi getur haft kælandi áhrif á framboð húsnæðis. Einnig hafa sveitarfélögin aðgang að ýmsum stýritækjum sem þau geta gripið til ef stefnir í offramboð húsnæðis, til dæmis með því að stýra lóðaframboði, forgangsraða uppbyggingaráformum og draga úr innviðauppbyggingu nýrra hverfa.

Vegna óvissu er mikilvægt er að fylgjast vel með stöðu mála og í niðurlagi þróunaráætlunar er lagt til að við lok árs 2021 verði helstu forsendur áætlunarinnar endurmetnar vegna Covid–19.

Skýrsla

pdf button Þróunaráætlun 2020-24 lokaútgáfa 10.03.2021

 Eldri útgáfur

pdf button Þróunaráætlun 2020-24 lokaútgáfa 15.01.2021

Umsögn svæðisskipulagsstjóra

pdf button Þróunaráætlun höfuðborgarssvæðis 2020 - 2024 umsögn

Kynning á þróunaráætlun

 

Gögn þróunaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2020-2024

Fyrirvari: Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) veita aðgang að gögnum án ábyrgðar á áreiðanleika eða öðrum eiginleikum þeirra. Allar tölur eru birtar með fyrirvara um villur. SSH ábyrgist heldur ekki neinar afleiðingar sem kunna að hljótast af notkun gagnanna. Um er að ræða lifandi skjöl sem geta tekið breytingum eftir því sem nýjar upplýsingar berast. Heimilt er að afrita, endurnýta og birta gögnin að vild, enda sé getið heimildar, t.d. með orðunum „Byggt á gögnum frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH)“. Ábendingar um það sem betur má fara sendist til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Skapalón

Helstu nýmæli í þróunaráætlun 2020-2024 er svokallað „skapalón“ húsnæðisuppbyggingar sem VSÓ þróaði fyrir SSH. Um er að ræða töflureikni (excel) sem bætir stafræna umgjörð fyrir áætlaða húsnæðisuppbyggingu sveitarfélaganna fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Markmiðið er að gera sveitarfélögum betur kleift að áætla tímasetningar á nýju framboði húsnæðis út frá fyrirliggjandi skipulagi og öðrum upplýsingum, þ.e. áætla hvenær nýtt byggingarmagn skilar sér á markað, per ár. Forsendur sem koma fram í töflureikni eru byggðar á mati skýrsluhöfunda og skipulagsfulltrúa sveitarfélaga og ber að túlka sem viðmið miðuð við bestu mögulegu upplýsingar hverju sinni.

Skapalón (excel):

Skapalón Þróunaráætlun 2020-2024 Garðabær

Skapalón Þróunaráætlun 2020-2024 Hafnarfjörður_10.03.2021

Skapalón Þróunaráætlun 2020-2024 Hafnarfjörður - eldri útgáfa

Skapalón Þróunaráætlun 2020-2024 Kópavogur

Skapalón Þróunaráætlun 2020-2024 Mosfellsbær

Skapalón Þróunaráætlun 2020-2024 Reykjavík

Skapalón Þróunaráætlun 2020-2024 Seltjarnarnes

 Kort

pdf button Kort A ib mid

pdf button Kort B ib austursvæði

pdf button Kort C ib suðursvæði 10.03.2021

pdf button Kort C ib suðursvæði - eldri útgáfa

pdf button Kort D at miðsvæði

pdf button Kort E at austursvæði

pdf button Kort F at suðursvæði

pdf button Kort G ib áhrifasvæði hágæða alm.samg. 10.03.2021

pdf button Kort G ib áhrifasvæði hagæða. alm.samgangna - eldri útgáfa

pdf button Kort H at ahrifasvæði hagaða. alm.samgangna

pdf button Kort I uppbygging innviða

pdf button Kort J hagæða. alm.samgöngur

pdf button Kort K opin svæði og landbúnaðarsvæði

pdf button Zip kort shape skrár

 

Greiningarskjöl

Excelskjöl:

Atvinnuhúsnæði

Íbúðarhúsnæði 10.03.2021

Íbuðarhúsnæði - eldri útgáfa

Önnur greining 10.03.2021

Önnur greining - eldri útgáfa