Markmið Location Reykjavik Capital Area er til sé á einum vettvangi aðgengilegar upplýsingar sem ætlaðar eru til  að vekja áhuga erlendra aðila á að staðsetja sig á höfuðborgarsvæðinu.

Verkefnið felst í að tryggja að á hverjum tíma séu til staðar réttar og áreiðanlegar upplýsingar um höfuðborgarsvæðið, þjónustu sveitarfélaga, menntun, fyrirtækjamenningu, stoðkerfi avinnulífsins, lífsgæði, hagstærðir, innviði, lóðaframboð og aðra þá þætti sem skipta máli við staðarvalsákvörðun erlendra aðila.