Tillaga að endurskoðun vatnsverndar innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkur, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar liggur nú fyrir. Sveitarfélögin ásamt heilbrigðisnefndum Kjósarsvæðis, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis auglýsa hana til kynningar og athugasemda.

Tillögunum fylgir ítarleg greinargerð þar sem niðurstöðum vinnunnar og þeim kostum sem voru til skoðunar eru gerð skil ásamt umhverfismati.

Eftirfarandi málsgögnum er hægt að hlaða niður hér.

A) Tillaga að afmörkun verndarsvæða vatnsbóla innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkur, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. (30MB)

B ) Tillaga að samþykkt um verndarsvæða vatnsbóla innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkur, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar.

C)  Greinargerð um heildarendurskoðun. (47 MB)
 

Athygli er vakin á að sveitarfélögin og heilbrigðisnefndar hafa samþykkt að:

    -Gildistaka á breyttum svæðum í Mosfellsdal verði þremur árum eftir staðfestingu og Mosfellsbæ verði þannig veitt nauðsynlegt svigrúm til að vinna viðbótarathuganir sem varða framtíðar vatnstöku sveitarfélagsins og ákvörðun um hvort vatnstöku verði framhaldið þar eftir þrjú ár, og þá hvort viðbótarathuganir leiði til nauðsynlegra breytinga á afmörkun vatnsverndarsvæða byggt á aðferðarfræði heildarendurskoðunar vatnsverndar.
    -Tillaga að nauðsynlegum verndarsvæðum fyrir nýtt vatnsból í Fagradal, sem birtist í greinargerðinni, verði nýtt sem grunnur í samningum Hafnarfjarðarbæjar og Grindavíkurbæjar um vatnstöku og vatnsvernd.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 10. nóvember 2014. Vinsamlegast beinið fyrirspurnum, til skrifstofu SSH. Skila skal skriflegum athugasemdum á neðangreint póstfang eða með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Hamraborg 9
200 Kópavogi