Á árinu 2012 var gerður samningur milli SSH og Vegagerðarinnar um 10 ára tilraunaverkefni til eflingar almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Í samningnum er m.a. kveðið á um að fylgst verði reglulega með framvindu og árangur þeirra verkefna og markmiða sem sett eru í samningnum. Skilgreindir hafa verið sérstakir ástandsvísar til að fylgjast með árangrinum á 2 ára fresti.

Í samræmi við þetta ákvæði var unnið sérstakt framvindumat á árinu 2014, og nú fjórum árum eftir undirritun samningsins liggur fyrir nýtt framvindumat, sem unnið var af verkfræðistofunni Mannvit fyrir stýrihóp verkefnisins. Ennfremur komu starfsmenn SSH og Strætó bs. að gerð framvindumatsins.

Samantekt Mannvits vegna framvindumatsins má skoða í heild sinni hér að neðan, og ennfremur er hér að neðan sérstakt skilablað stkýrihóps verkefnisins.

 

2012 05 07 Vegagerd SSH undirritun Hofdi

Undirritun samnings á milli Vegagerðarinnar og SSH fyrir utan Höfða, 7. maí 2012.
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Haraldur Sverrisson Mosfellsbæ, Jón Gnarr Reykjavík, Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Pálmi Þór Másson Álftanesi, Ármann Kr. Ólafson Kópavogi, Guðmundur Rúnar Árnason Hafnarfirði og Gunnar Einarsson Garðabæ.

pdf button Fréttatilkynning frá innanríkisráðuneyti, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni 7. maí 2012.