Aðalfundur SSH 2016 var haldinn í Kópavogi 2. desember sl.

Aðalviðfangsefni fundarins voru almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, og einkum og sérílagi „Borgarlínan“ nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi fyrir höfuðborgarsvæðið sem nú er í mótun.

Undiritun samstarf um Borgarlínu
Undirritun samnings, Áslaug Hulda Jónsdóttir, f.h. Garðabæjar, Haraldur Sverrisson, f.h. Mosfellsbæjar, Dagur B. Eggertsson, f.h. Reykjavíkurborgar, Ásgerður Halldórsdóttir, f.h. Seltjarnarness, Ármann Kr. Ólafsson, f.h, Kópavogs og Haraldur L. Haraldsson, f.h. Hafnarfjarðar

Á fundinum var undirritað samkomulag aðildarsveitarfélaganna um samstarf um næstu skref við undirbúning að innleiðingu Borgarlínunnar, en stefnt er að því að um mitt næsta ár liggi fyrir endanlegar tillögur um legu línunnar, og að lokið verði undirbúningi að stofnun sérstaks félags um uppbyggingu innviða sem tengjast línunni.

Þetta er án efa eitt viðamesta samstarfsverkefni sem sveitarfélögin hafa sameiginlega tekist á við í langan tíma. Með samkomulaginu er þetta verkefni, sem byggir á meginforsendum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins um þéttingu byggðar og breytingu á ferðavenjum að komast af hugmyndastigi í átt til framkvæmda.

Hér að neðan eru glærur frá fundinum:

Ársskýrsla stjórnar
Glærur frá Hrafnkatli Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra
Glærur frá Guðjóni Bragasyni, lögfræðing
Glærur frá Eyjólfi Árna Rafnssyni, verkefnastjóra Borgarlínunnar

Borgarlínan á vefsíðu SSH