Borgarlína er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar undanfarin misseri í samræmi við samning frá 17. apríl 2015. Að baki liggur greining á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu.

Undirritun samnings, Áslaug Hulda Jónsdóttir, f.h. Garðabæjar, Haraldur Sverrisson, f.h. Mosfellsbæjar, Dagur B. Eggertsson, f.h. Reykjavíkurborgar, Ásgerður Halldórsdóttir, f.h. Seltjarnarness, Ármann Kr. Ólafsson, f.h, Kópavogs og Haraldur L. Haraldsson, f.h. Hafnarfjarðar