Þó hlutverk áfangastaðastofu geti verið byggð upp mismunandi eftir svæðum eru markmiðin að meginstefnu þó hin sömu, þ.e.:
• Að styrkja ímynd og vitund áfangastaðarins
• Að skapa sameiginlegan fókus og slagkraft í áherslum og verkefnum bæði fyrir borgina, sveitarfélög, fyrirtæki og aðra hagaðila
• Að hafa jákvæð áhrif á ásýnd, orðspor, vitund og þekkingu á áfangastaðnum og því sem hann hefur upp á að bjóða til viðeigandi markhópa (íbúa, ferðamanna, fjárfesta osfrv.)
• Að byggja upp grunn að framtíðar þróunarverkefnum, nýjum viðskiptum og fjárfestingum
• Að ná betri nýtingu á fjármunum og starfsfólki
• Að byggja upp sameignlega þekkingu
• Að hafa jákvæð áhrif á að laða að og halda í hæfileikaríkt fólk

Allt með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni áfangastaðarins. Áfangastaðastofa er líka aðilinn sem getur haldið utan um verkefni sem tengjast á milli staða innan svæðis. Það geta annars vegar verið þróunarverkefni, þar sem ákveðin vara er þróuð frá upphafi, t.d. nýr áfangastaður sem er byggður upp sérstaklega fyrir ferðamenn s.s.. útsýnispallur. Síðan eru það markaðsþróunarverkefni þar sem ákveðin vara er til en hefur ekki verið markaðssett sérstaklega fyrir ferðamenn. Dæmi um slíkt gæti verið ferðamannaleið á hjóli þar sem er verið að nýta innviði sem þegar eru til en er þá „pakkað inn“ á annan hátt.

Áfangastaðurinn höfuðborgarsvæðið

Hvað er áfangastaðastofa?

Áfangastaðaáætlun
og af hverju eiga fyrirtæki að vera aðilar að áfangastaðastofu.