Þau verkefni sem voru valin í sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins byggja annars vegar á markmiðum Íslands 2020 og þeim meginverkefnaáherslum sem stýrinet sóknaráætlana hefur sett, og hins vegar á eftirfarandi þáttum úr vinnu framtíðarhóps SSH: 

  • Niðurstöðum og ábendingum frá þjóðfundi“ á höfuðborgarsvæðinu í mars 2010 og greiningu á stöðu höfuðborgarsvæðisins sem þar lá fyrir.
  • Niðurstöðum úr verkefnavinnu 130 manna „Hugmyndasmiðju SSH“ sem haldin var í apríl 2011 ( kjörnir fulltrúar og lykilstjórnendur aðildarsveitarfélaga SSH )
  • Framtíðarsýn fyrir höfuðborgarsvæðið eins og hún er sett fram í nýju samkomulagi aðildarsveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
  • Nýrri upplýsingasamantekt  Byggðastofnunar um stöðu höfuðborgarsvæðisins og þeirri SVÓT greiningu sem þar er sett fram
  • Ábendingum og tillögum sérstaks 25 manna ráðgjafaráðs SSH sem kallað var saman vegna mótunar verkefnatillaga fyrir sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013. Ráðgjafaráðið er skipað völdum fulltrúum úr ýmsum greinum atvinnulífs, menningar og menntalífs á höfuðborgarsvæðinu og nágrannabyggðarlaga, auk fulltrúa félagasamtaka og grasrótarhreyfinga.

Fyrir sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins hafa verið mótaðir þrír verkefnaflokkar.  Sjá hér til vinstri

Nánari upplýsingar um verkefnin og vinnu SSH á árinu 2013, vegna sóknaráætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið, er að finna í skýrslunni hér