.

SSH heimasida 0511 mSóknaráætlanir landshluta eru unnar fyrir tilstuðlan ríkisstjórnar Íslands, til samræmis við stefnumótun og markmið ríkisstjórnarinnar fyrir Ísland til 2020, sjá hér.  

 

Með sóknaráætlunum leitast ríkið við að einfalda og efla samskipti ríkis og sveitarfélaga og tryggja gagnsæi við úthlutun og umsýslu fjárveitinga úr ríkissjóði sem ekki fara til lögbundinna verkefna í landshlutum.  Af hendi sveitarfélaganna er sóknaráætlunum ætlað að efla atvinnulíf og mannlíf og auka lífsgæði íbúanna. 

 

Með sóknaráætlunum er ætlunin að tryggja að ráðstöfun þeirra fjármuna sem varið er til verkefna í einstökum landshlutum á sviði atvinnumála, byggða- og samfélagsþróunar byggi á svæðisbundnum áherslum og markmiðum.  Sóknaráætlunum allra landshlutanna er síðan ætlað að mynda grunn nýrrar stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2014 til 2017.  

 

Landshlutasamtök sveitarfélaganna hafa frá árinu 2012 unnið að undirbúningi sóknaráætlananna. Þar af eru Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu umsjónar- og framkvæmdaraðili við gerð sóknaráætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið samkvæmt samningi sem gerður var við fjármála- og efnhagsráðuneytið þann 22. mars 2013.  Samningurinn skilgreinir þau verkefni sem SSH ber að vinna á árinu 2013 og fram á árið 2014, og fær SSH alls um 76m kr. til verksins. 

 

Samninginn er að finna hér