Sett hefur verið upp skipulag og stjórnkerfi í kringum vinnu við sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins.  Hverjir koma þar að má sjá hér.

Stýrinet Stjórnarráðsins um sóknaráætlanir landshluta er starfandi samráðsvettvangur allra ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélag.  Hlutverk hópsins og hverjir sitja í honum má sjá á heimasíðu stjórnarráðsins.

Framtíðarhópur SSH ber ábyrgð á utanumhaldi og vinnu við sóknaráætlun höfðuðborgarsvæðisins.  Í hópnum sitja Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri í Seltjarnarnesbæ, Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði, Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ.  Páll Guðjónsson annast verkstjórn og utanumhald, með stuðningi Hrannar Pétursdóttur verkefnastjóra.

Stýrihópar eru fyrir hvern verkefnaflokkanna þriggja og bera þeir ábyrgð á eftirfylgni og vinnu við viðeigandi málaflokk. 

  • Í stýrihópi fyrir verkefni tengd vaxtarsamningi sitja Dagur B. Eggertsson, Haraldur Sverrisson, Hrólfur Jónsson, Ingólfur Arnarson, Hrafnkell Á Proppé og Bjarki Jóhannesson. Sigurður Snævarr starfar sem verkefnisstjóri með stýrihópnum.
  • Í stýrihópi fyrir verkefni tengd markaðssetningu sitja Ármann Kr. Ólafsson, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Svanhildur Konráðsdóttir, Þórður Hilmarsson og Óli Örn Eiríksson. Einar Bárðasonstarfar sem verkefnisstjóri með stýrihópnum.
  • Í stýrihópi fyrir verkefni tengd menntun og menningu sitja Gunnar Einarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Ragnar Þorsteinsson, Björn Þráinn Þórðarson, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir og Anna Kristín Sigurðardótti. Skúli Helgason starfar sem verkefnisstjóri með stýrihópnum.