Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sett sér metnaðarfull markmið um breytt samgöngumynstur. Gangi þau eftir verður veruleg fjölgun þeirra sem fara ferða sinna með strætó, gangandi eða hjólandi.

Undir samgöngum er hægt að sjá þjónustu strætó og þróun hjólandi. Einnig er ætlunin að hægt verði að fylgjast með þróun bílaumferðar.

Gögn um samgöngur eru fengin hjá Strætó bs. og Reykjavíkurborg. Þau sýna stöðuna í janúar 2017. Gögnin verða uppfærð reglulega og verður þá hægt að sýna þróun milli tímabila.