Höfuðborgarsvæðið hefur verið í örum vexti undanfarna öld og ef spár ganga eftir verða íbúar 275.000 árið 2040. Eitt lykilverkfæri í farsælli uppbyggingu er greiður aðgangur að upplýsingum um stöðu og þróun á höfuðborgarsvæðinu.

Ein af áskorunum sem höfuðborgarsvæðið stendur frammi fyrir eru breytingar á aldursdreifingu; það fjölgar örast í eldri aldurshópum og að sama skapi minnkar fjölskyldustærðin. Hvort tveggja hefur áhrif á húsnæðismarkað og þjónustuuppbyggingu.

Undir flokknum lýðfræði er hægt að greina þróun mannfjöldans og bera saman við mannfjöldaspá. Greina mismunandi aldursdreifingu eftir sveitarfélögum. Sjá svæðisbundna dreifingu fölskyldustærðar og meðalaldurs og yngstu og elstu íbúa.

Lýðfræðigögn eru fengin hjá Þjóðskrá og Hagstofunni. Þau sýna stöðuna í janúar 2017. Gögnin verða uppfærð reglulega og verður þá hægt að sýna þróun milli tímabila.