Svæðisskipulagsstjóri starfar með svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, framkvæmdanefnd svæðisskipulagsnefndar, fagráði og þeim undirnefndum og verkefnahópum sem skipaðir eru. Þá starfar svæðisskipulagsstjóri með samráðshópi um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu sem og öðrum hópum er tengjast starfsvettvangi svæðisskipulagsstjóra og þeim verkefnum sem hann kemur að.

 

Helstu starfsskyldur og starfsvið

Umsjón með og ábyrgð á stjórnsýsluþætti svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins.

Umsjón með uppbyggingu og viðhaldi gagnagrunna.

Áætlanagerð vegna vinnu við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðissins sem og með viðhaldi, úrvinnslu og framfylgd svæðisskipulagsins.

Umsjón með útboðum og samningum vegna vinnu ráðgjafa og verktaka sem taka þátt í vinnu við svæðisskipulagið og annara verkefna sem Svæðisskipulagsstjóri tekur þátt í.

Samskipti við aðildarsveitarfélög svæðisskipulagsins, stofnanir, hagsmunaaðila o.fl. sem koma þurfa að vinnu sem tengist úrvinnslu og framkvæmd svæðisskipulagsins og annara verkefna.

Ábyrgð á gerð og framkvæmd fjárhagsáætlunar.

Uppbygging og viðhald heimasíðu og vefsjá svæðisskipulagsins.

Verkefni sem lúta að vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins og framkvæmd hennar, sem og við gerð og framkvæmd sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins.

Verkefni sem tengjast Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á vettvangi skipulagsmála.

Þátttaka og verkefnastjórn í starfs- og vinnuhópum á vettvangi SSH.

Önnur verkefni sem framkvæmdastjóri SSH felur svæðisskipulagsstjóra og tengjast starfi hans.

 

Hæfniskröfur

Umsækjendur þurfa að uppfylla hæfisskilyrði skipulagsfulltrúa skv. 1. eða 2. tölulið 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er gerð krafa um framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist við starfið, s.s. í byggingarfræði, skipulagsfræðum, arkitektúr, landslagsarkitektúr eða verkfræði.

Þá er gerð krafa um:

Reynslu og þekkingu á skipulagsmálum.
Reynslu og þekkingu á stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga.
Reynslu og þekkingu á stýringu verkefna.
Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði.
Góða tölvukunnáttu.
Framúrskarandi samskiptaeiginleikar.
Reynslu og hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti.

 

Umsókn

Umsækjendur eru vinsamlegast beðinir um að sækja um starfið með því að senda kynningarbréf og ítarlega starfferilsskrá á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Í kynningabréfi skal gerð grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðning fyrir hæfni viðkomanda í starfið.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri SSH, Páll Björgvin Guðmundsson í síma 821-8179 eða í gegnum tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknarfrestur er til og með 9. nóvember 2020.