Hofudborgarsvaedid2040m

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins – Höfuðborgarsvæðið 2040, hefur verið gefið út á prenti.

Nýjum áherslum í uppbyggingu svæðisins næsta aldarfjórðunginn eru þar gerð skil. Höfuðborgarsvæði 2040 er eiguleg kaffiborðsbók, prýdd einföldum kortum, skýringarmyndum og ljósmyndum.

Hönnun, uppsetning og gerð korta og skýringarmynda var í höndum Darra Úlfssonar. Ljósmyndirnar tók Páll Guðjónsson.

Bókin fæst á skrifstofu SSH, Hamraborg 9 Kópavogi, og kostar 3.500 kr.