Verkefnislýsing fyrir nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu í ágúst 2012 með sér samning um endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Sameiginleg svæðisskipulagsnefnd leiðir verkefnið, sameiginleg stefna sveitarfélaganna um hagkvæma og sjálfbæra þróun höfuðborgarsvæðisins.

Tekin hefur verið saman lýsing á því hvernig staðið verður að verkefninu. Lýsingin er forskrift að þeirri vinnunni sem framundan er; viðfangsefni hans og verklag. Allar sveitarstjórnir hafa samþykkt lýsinguna og er verkefnið þegar komið vel af stað.

Lýsingin er nú kynnt á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, www.ssh.is, og á heimasíðum aðildarsveitarfélaganna, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Kjósarhrepps, í samræmi við 23. gr. skipulagslaga. Útprentað eintak liggur einnig frammi á skrifstofum SSH, Hamraborg 9, Kópavogi.

Íbúar á höfuðborgarsvæðisins og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma á framfæri ábendingum um nálgun og helstu forsendur áætlunargerðarinnar. Þær má senda til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða til svæðisskipulagsstjóra SSH, Hamraborg 9, 200 Kópavogi.

Svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins